19 Janúar 2007 12:00

Páll Winkel, lögfræðingur, hefur verið ráðinn til starfa hjá embætti ríkislögreglustjóra frá 1. febrúar n.k.  Hann mun stýra stjórnsýslusviði embættisins.  Páll hefur verið framkvæmdastjóri Landssambands lögreglumanna undanfarin 2 ár. Áður starfaði hann sem lögfræðingur hjá Fangelsismálastofnun ríkisins á árunum 2001-2005.

Páll Winkel lauk námi frá lagadeild Háskóla Íslands árið 2000. Á námsárum og samhliða námi starfaði hann sem lögreglumaður við embætti sýslumannsins í Kópavogi og lögreglustjórans í Reykjavík.