27 Nóvember 2012 12:00

Frá árinu 2007 til ársins 2012 hefur yfirmönnum hjá embætti ríkislögreglustjóra fækkað um 40%. Árið 2007 störfuðu tveir aðstoðarríkislögreglustjórar, þrír yfirlögregluþjónar og 10 aðtoðaryfirlögregluþjónar. Árið 2008 hurfu báðir aðstoðarríkislögreglustjórarnir til annarra starfa en ekki var ráðið í stöður þeirra. Þá hefur yfirlögregluþjónum og aðstoðaryfirlögregluþjónum einnig fækkað um fjóra á þessu árabili miðað við næstu áramót.

Frá árinu 2007 til ársins 2012 hefur samanlagður niðurskurður fjárveitinga til embættis ríkislögreglustjóra numið um 33%. Þrátt fyrir þetta hefur reynst unnt að reka embættið innan fjárheimilda. Ráðist var í endurskipulagningu og tilfærslur verkefna og fækkun yfirmanna. Heildarfækkun starfsmanna nemur um 15%, en fækkunin er mest í hópi yfirmanna.

Ríkislögreglustjóri hefur lagt áherslu á að forgangsraða niðurskurði þannig að hann skerði sem minnst þjónustu við almenning og því hefur sú leið verið farin að fækka yfirmönnum en ekki almennum lögreglumönnum.