15 Janúar 2007 12:00

Hundrað og sjö umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Flest voru þau minniháttar en í þremur tilvikum var fólk flutt á slysadeild. Allnokkrir voru teknir fyrir hraðakstur en meirihluti þeirra ók á yfir 100 km hraða. Sextán voru stöðvaðir fyrir að aka gegn rauðu ljósi.

Fjórtán ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur um helgina og einn fyrir að aka undir áhrifum lyfja. Þá stöðvaði lögreglan nokkra ökumenn sem höfðu ýmist þegar verið sviptir ökuleyfi eða aldrei öðlast ökuréttindi.