11 Febrúar 2013 12:00
112-dagurinn verður haldinn um allt land mánudaginn 11. febrúar. Markmið dagsins er að kynna neyðarnúmerið og þá margvíslegu aðstoð sem almenningur hefur aðgang að í gegnum það. Að þessu sinni verður áherslan á getu almennings til þess að bregðast við á vettvangi alvarlegra slysa og veikinda, að fólk hringi í 112 og veiti fyrstu aðstoð áður en sérhæfð aðstoð berst.112-dagurinn er haldinn víða um Evrópu á sama tíma en 112 er samræmt neyðarnúmer í löndum Evrópusambandsins.
Dagskrá í tilefni 112-dagsins 2013
Neyðarlínan og samstarfsaðilar 112-dagsins efna til dagskrár í anddyri Björgunarmiðstöðvarinnar Skógarhlíðar mánudaginn 11. febrúar kl. 16.00.
Hverjir standa að 112-deginum?
112-dagurinn er samstarfsverkefni stofnana og félagasamtaka sem annast margvíslega neyðarþjónustu, almannavarnir og barnavernd í landinu: Þau eru: 112, Barnaverndarstofa, Embætti landlæknis, Isavia, Landhelgisgæslan, Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, Mannvirkjastofnun, Rauði krossinn, Ríkislögreglustjórinn, Slysavarnafélagið Landsbjörg, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og samstarfsaðilar um allt land.