10 Febrúar 2005 12:00

Lögreglan í Reykjavík verður með opið hús að Hverfisgötu 113, milli kl. 14.00 og 16.00

Í tilefni dagsins mun lögreglan í Reykjavík vera með myndasýningu úr starfi lögreglu, í upplestrarsal á 1. hæð og gera grein fyrir tengslum lögreglunnar við neyðarlínu 112.

Í porti lögreglustöðvarinnar verður sýning á tækjabúnaði lögreglu og fíkniefnahundar sýndir.