13 Febrúar 2012 12:00

112-dagurinn var haldinn sl. laugardag. Markmið dagsins var að kynna neyðarnúmerið og þá margvíslegu aðstoð sem almenningur hefur aðgang að í gegnum það. Efnt var til dagskrár í Smáralind en þar var gestum boðið að kynna sér starfsemi viðbragðsaðila og skoða búnað þeirra. Á staðnum voru m.a. ökutæki frá lögreglu og vöktu þau mikla athygli, ekki síst hjá ungu kynslóðinni en á meðfylgjandi mynd er einmitt ungur herramaður að skoða lögreglubíl.