18 Júní 2012 12:00

Eftir hádegi í gær var tilkynnt um umferðaróhapp á gatnamótum í Reykjavík. Þegar lögreglumenn komu á vettvang mátti sjá að þar hafði orðið aftanákeyrsla. Tjónvaldurinn reyndist vera 13 ára stúlka, sem hafði tekið fjölskyldubílinn ófrjálsri hendi og stolist á rúntinn með fyrrgreindum afleiðingum. Með henni í för var stúlka á svipuðum aldri en báðar sluppu þær ómeiddar. Fimm voru í hinum bílnum og sakaði þá ekki heldur. Það er vissulega sjaldgæft að höfð séu afskipti af 13 ára börnum við akstur bifreiða en þó ekki einsdæmi. Hinn ungi ökumaður og farþegi hans reyndu að komast undan á hlaupum en vegfarendur hindruðu för þeirra. Stelpurnar voru fluttar á lögreglustöð en þar var haft samband við forráðamenn þeirra sem og fulltrúa barnaverndaryfirvalda.