28 September 2010 12:00

Sumir eru ansi óþreyjufullir þegar bílprófið er annars vegar en um helgina barst tilkynning um 14 ára pilt sem var á rúntinum í Hafnarfirði. Kauði var kominn til síns heima áður en lögreglan náði til hans og hafði þá skilað bæði bílnum og sjálfum sér heilum á húfi. Betur fór því en á horfðist enda uppátækið stórhættulegt. Pilturinn fékk orð í eyra og sömuleiðis jafnaldri hans sem var með í för. Sá yfirgaf bílinn þegar rúnturinn stóð sem hæst en viðkomandi var handsamaður þar sem hann reyndi að fela sig í húsagarði.