8 Maí 2007 12:00
Fjórtán ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu um síðustu helgi. Fjórir voru stöðvaðir á föstudag, tveir á laugardag og átta á sunnudag. Ellefu voru teknir í Reykjavík og þrír í Hafnarfirði. Þetta voru ellefu karlmenn og þrjár konur. Sex karlanna er á aldrinum 21-23 ára.
Sextíu umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á sama tímabili en fimm þeirra má rekja til ölvunaraksturs.