14 Ágúst 2006 12:00

Fjórtán ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur í umdæmi lögreglunnar í Reykjavík um helgina og einn fyrir að aka undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Því miður er þetta ekkert einsdæmi. Í sumar hefur lögreglan tekið vel á annan tug ökumanna fyrir ölvunarakstur um hverja einustu helgi.

Hraðakstur er líka vandamál en fimmtíu ökumenn voru teknir fyrir þær sakir um helgina. Í einu tilfelli var um ofsaakstur að ræða en viðkomandi var færður á lögreglustöð og sviptur ökuleyfi til bráðabirgða.