9 Júlí 2007 12:00

Sautján ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur í umdæmi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Einn var stöðvaður á föstudag, átta á laugardag, sjö á sunnudag og einn í nótt. Ellefu voru teknir í Reykjavík, tveir í Kópavogi og Garðabæ og einn í Hafnarfirði og Mosfellsbæ.

Þetta voru fjórtán karlar og þrjár konur. Þrír karlanna eru undir tvítugu, fjórir eru á þrítugsaldri, fjórir eru á fertugsaldri, einn á fimmtugsaldri, einn á sjötugsaldri og einn á áttræðisaldri. Einn þeirra hafði þegar verið sviptur ökuleyfi ævilangt og annar hafði aldrei öðlast ökuréttindi. Þess má geta að elsti karlinn í þessum vafasama hópi er 73 ára en sá var stöðvaður tvívegis um helgina. Konurnar sem voru teknar fyrir ölvunarakstur eru 17, 19 og 22 ára.