18 Nóvember 2015 09:42

Vegna vinnu við uppsetningu á vegriði á Miklubraut á kaflanum frá mislægum gatnamótum Reykjanesbrautar í austri að Grensásvegi, má búast við umferðartöfum í dag og næstu daga frá kl. 09:00 til kl.16:00
Hraði um vinnusvæðið er lækkaður í 50 km/klst. og eru vegfarendur beðnir að sýna aðgát og virða merkingar enda er fólk þar að störfum.