4 Maí 2007 12:00

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu beinir þeim tilmælum til eigenda og umráðamanna ökutækja sem eru búin nagladekkjum að gera þar bragarbót á. Nú er með öllu óheimilt að aka á slíkum dekkjum en þeir sem það gera mega búast við sekt.

Einn ökumaður var stöðvaður fyrir þessar sakir í Hafnarfirði gær en nú ber að greiða 5 þúsund krónur í sekt fyrir hvert nagladekk eins og fram kemur í reglugerð um sektir og önnur viðurlög vegna brota á umferðarlögum og reglum. Fyrrnefndur ökumaður á því 20 þúsund króna sekt yfir höfði sér en bíll hans var búinn fjórum nagladekkjum. Þess má jafnframt geta að sami ökumaður var einnig að tala í farsíma við aksturinn án þess að notast við handfrjálsan búnað. Fyrir það fær hann 5 þúsund króna sekt að auki.