1 Mars 2012 12:00

Tuttugu umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu síðdegis í gær, eða frá klukkan fjögur til sjö. Óhöppin voru flest minniháttar og lögreglu er ekki kunnugt um alvarleg slys á fólki. Þetta voru aðallega árekstrar en eitthvað var um útafakstur. Dráttarbíll var kallaður til í einhverjum tilfellum til að fjarlægja ökutæki af vettvangi og því ljóst að eignatjón var talsvert í einhverjum tilvikum.