10 Febrúar 2009 12:00

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í húsi í miðborginni eftir hádegi á föstudag. Við húsleit á áðurnefndum stað fundust rúmlega 200 kannabisplöntur á ýmsum stigum ræktunar. Karl á þrítugsaldri var handtekinn í þágu rannsóknar málsins. Í framhaldinu voru framkvæmdar húsleitir á tveimur öðrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Á öðrum þeirra fundust ætluð fíkniefni og talsverðir fjármunir sem grunur leikur á að séu tilkomnir vegna fíkniefnasölu. Húsleitirnar voru framkvæmdar að undangengnum dómsúrskurði.