31 Maí 2007 12:00

Tuttugu og tvö umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær. Nítján ökumenn voru teknir fyrir hraðakstur og einn fyrir ölvunarakstur. Þá stöðvaði lögreglan för ökumanns sem var á bíl búnum nagladekkjum.

Einn ökumaður sem var stöðvaður við umferðareftirlit lögreglu í gær reyndist þegar hafa verið sviptur ökuleyfi. Tveir aðrir ökumenn reyndust aldrei hafa öðlast ökuréttindi og var þeim sömuleiðis gert að hætta akstri.