31 Júlí 2007 12:00

Tuttugu og þrír ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Níu voru stöðvaðir á föstudag, tíu á laugardag og fjórir á sunnudag. Ellefu voru teknir í Reykjavík, níu í Kópavogi og þrír í Mosfellsbæ. Þetta voru tuttugu karlar og þrjár konur. Yngsti ökmaðurinn í þessum hópi er 16 ára piltur en sá hefur að sjálfsögðu aldrei öðlast ökuréttindi.

Þrír piltar um tvítugt voru teknir fyrir aka undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Þeir voru stöðvaðir í Reykjavík, Hafnarfirði og Garðabæ en einn þeirra var á stolnum bíl.