26 Janúar 2018 09:17

Milli 40 og 50 björgunarsveitarmenn, ásamt lögreglu, leituðu í gær eftir þeim vísbendingum sem borist hafa um ferðir Ríkharðs Péturssonar sem lýst var eftir í gær.  M.a. var notast við sporhund og dróna við leitina.  Borist hafa upplýsingar um ferðir Ríkharðs fótgangandi, á þriðjudagskvöldið, eftir að hann fór að heiman frá sér um kl. 16:00 á þriðjudag  og til er upptaka af honum að versla í söluturni á Selfossi kl. 17:13 þann dag.  Pétur var þá klæddur svartri úlpu, svörtum skóm með svarta prjónahúfu með áletruninni „MAX“

Leit  var hætt um miðnættið í gær en búið er að leggja út leitarskipulag fyrir daginn í dag og leit er að hefjast.  M.a. verður notuð þyrla landhelgisgæslu sem mun leggja áherslu á leit á og við Ölfusá.   Íbúar á Selfossi og í nágreni eru beðnir um að leita í görðum sínum og á lóðum vinnustaða.