Ljósmyndir – ársskýrsla LRH 2012
8 Maí 2018 09:40

Þessa dagana leggur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu áherslu á eftirlit með þeim sem nota farsíma við akstur án handfrjáls búnaðar, en eins og margir vita hafa sektir vegna þeirra brota hækkað mikið. Þrátt fyrir þetta hefur lögreglan gómað 25 ökumenn í umdæminu það sem af er maímánuði og munu þeir fá háa sekt fyrir vikið, en sektin var nýverið hækkuð úr 5 í  40 þúsund kr.

Skemmtilegt er frá því að segja að í nýlegri skoðanakönnun, sem Samgöngustofa lét gera, kom fram eindreginn vilji almennings til að sektir yrðu hækkaðar vegna þessarra brota og vonandi verður það til þess að brotunum fækkar. Eins og segir í þessum frábæru auglýsingum: ..ekki gera neitt –  þegar síminn hringir.