20 Desember 2006 12:00

Tuttugu og fimm umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar í Reykjavík á síðasta sólarhring. Flest voru þau minniháttar en í tveimur tilfellum var fólk flutt á slysadeild. Í öðru óhappinu undir miðnætti keyrði karlmaður á þrítugsaldri bíl sínum á ljósastaur en með honum í för voru tveir farþegar. Í hinu tilfellinu var um tvo ökumenn að ræða en bílar þeirra rákust á í gærmorgun. Annar ökumaðurinn fékk skurð á höfuðið og vankaðist en hinn kvartaði undan eymslum í baki og hálsi.

Þrír ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur. Fyrst tæplega sjötugur karlmaður í gærmorgun, þá þrítugur karlmaður undir miðnætti og loks kona nálægt fimmtugu. Hún var tekin í úthverfi í nótt en akstur karlanna var stöðvaður miðsvæðis í borginni. Þá stöðvaði lögreglan för rúmlega tvítugs pilts í gærkvöld en sá hafði aldrei öðlast ökuréttindi.