30 Mars 2018 11:20

Fyrir skemmstu lagði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hald á töluvert magn muna, sem lögreglan telur tengjast innbrotum sem framin hafa verið nýverið. Lögreglunni hefur tekist að koma stórum hluta umræddra muna til eigenda, en enn er nokkuð magn muna sem ekki er vitað hvaðan koma.
Við óskum því eftir að fólk fari inn á Pinterest síðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, en þar má finna myndir af þessum munum – en ef einhver kannast við munina og telur sig eiga þá getur sá haft samband við okkur í síma 444-1140 eða netfangið lgs@lrh.is – eftir páskahelgina.
Pinterest síðuna má finna hér, en borðin með umræddum munum eru tvö og heita bæði “haldlagðir munir”