24 Ágúst 2008 12:00

Tuttugu og átta umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær og nótt. Sem betur fer voru þau flest minniháttar en einhverja þurfti þó að flytja á slysadeild. Í þeim hópi var 7 ára drengur sem varð fyrir bíl í Lönguhlíð í gærkvöld en óttast var að hann hefði ökklabrotnað. Í nótt valt bíll í Kópavogi en engin slys urðu á fólki.  Ökumaðurinn, 17 ára stúlka, var undir áhrifum áfengis.

Þrátt fyrir að margir væru á ferli á Menningarnótt gekk umferðin almennt vel en þó bar nokkuð á því að ökutækjum var lagt ólöglega í og við miðborgina. Allnokkrar bifreiðar voru fjarlægðar af þeim sökum.