12 Apríl 2019 16:29

Fimmtudaginn 4. apríl s.l. handtók lögreglan á Suðurlandi 3 litháíska karlmenn, 1 á þrítugs aldri og 2 á sextugsaldri, í tveimur aðskildum sumarhúsum í Árnessýslu grunaða um stórfellda ræktun kannabis þar.   Hald var lagt á vel á þriðja hundrað fullvaxnar kannabisplöntur og auk þess nokkuð magn peninga í íslenskri og erlendri mynt.   Héraðsdómur Suðurlands úrskurðaði mennina í gæsluvarðhald þann 5. apríl og átti það að renna út kl. 16:00 í dag.   Tveir af þremur mannanna kærðu úrskurð héraðsdóms til Landsréttar og staðfesti Landsréttur úrskurðina.

Mennirnir voru færðir fyrir Héraðsdóm Suðurlands á ný í morgun og nú gerð krafa um að þeir sæti farbanni til 10. maí n.k. og féllst dómari á það.

Til rannsóknar er stórfelld framleiðsla fíkniefna og peningaþvætti henni tengd.

Frekari upplýsingar um stöðu máls eða efnisatriði þess verða ekki gefnar að sinni.