10 Apríl 2019 09:24

Þann 4. apríl s.l. handtóku lögreglumenn á Suðurlandi 3 erlenda einstaklinga á tveimur stöðum í Árnessýslu grunaða um framleiðslu fíkniefna.   Þeir voru, í Héraðsdómi Suðurlands, úrskurðaðir í gæsluvarðhald þann 5. apríl til kl. 16:00 þann 12. sama mánaðar í þágu rannsóknar málsins.   Tveir hinna handteknu kærðu úrskurð héraðsdóms til Landsréttar sem nú hefur staðfest úrskurð beggja þessara aðila.

Málið er á frumstigi rannsóknar og mun lögregla ekki gefa frekari upplýsingar um gang þess að sinni.