8 Ágúst 2006 12:00
391 ökumaður var tekinn fyrir hraðakstur í Hvalfjarðargöngum um helgina. Brot þeirra náðust á svokallaðar hraðamyndavélar sem þar eru staðsettar. Allir þessir ökumenn eiga sekt yfir höfði sér.
Annars staðar í umdæmi lögreglunnar í Reykjavík var 51 ökumaður tekinn fyrir hraðakstur og 15 fyrir ölvunarakstur. Umferðin á höfuðborgarsvæðinu var samt að mestu áfallalaus. Þá er undanskilið alvarlegt umferðarslys sem varð á Suðurlandsbraut á föstudag.