3 Maí 2007 12:00

Liðlega 400 reiðhjól verða boðin upp hjá óskilamunadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu nk. laugardag, 5. maí, klukkan 13.30. Uppboðið verður haldið í húsnæði Vöku að Eldshöfða 4 í Reykjavík. Að þessu sinni verða eingöngu boðin upp reiðhjól enda safnast þau upp hjá lögreglunni sem aldrei fyrr. Þetta eru reiðhjól sem hafa fundist í óskilum víða í umdæminu og enginn hefur hirt um að sækja.

Fjölmargir aðrir munir safnast upp hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en annað uppboð er fyrirhugað síðar á árinu.