24 Ágúst 2007 12:00

422 ökumenn eiga nú sekt yfir höfði sér fyrir að virða ekki 60 km leyfilegan hámarkshraða á Hringbraut í Reykjavík í gær og fyrradag. Umrædd vöktun hófst klukkan 15.15 á miðvikudag og lauk klukkan 9.50 á fimmtudag og stóð því yfir í u.þ.b.19 klukkustundir. Brot ökumannanna náðust á löggæslumyndavél en hinir brotlegu óku að jafnaði á liðlega 75 km hraða. Sjötíu og fimm ökumenn voru mældir á yfir 80 og fjórtán á yfir 90. Fjórir óku á yfir 100 km/klst en sá sem hraðast ók var á 131 km hraða.

Fyrrnefnd myndavél er staðsett á gatnamótum Hringbrautar og Njarðargötu. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Hringbraut í vestur.