1 Nóvember 2012 12:00

Misvel gengur að fá ökumenn, sem eiga erindi í Laugardalinn, til að nýta þau bílastæði sem þar eru og þá um leið að leggja ökutækjum sínum löglega. Í gærkvöld, á meðan landsleikur í handbolta fór fram í Laugardalshöll, hafði lögreglan afskipti af um fimmtíu ökutækjum (stöðubrot) vegna þessa, en á sama tíma var nóg af bílstæðum við bæði Laugardalsvöll og Skautahöllina.