30 Desember 2008 12:00

Um 500 e-töflur voru haldlagðar í húsi í Hlíðunum um síðustu helgi. Karl á þrítugsaldri var handtekinn í þágu rannsóknar málsins sem er unnin í samvinnu við rannsóknardeild lögreglunnar á Akureyri.

Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.