19 Apríl 2009 12:00

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lagt hald á um 500 gróðurhúsalampa það sem af er árinu. Samhliða hafa 32 kannabisræktanir verið stöðvaðar víðsvegar í umdæminu. Sex þessara ræktana voru stöðvaðar í apríl en fram til þessa hefur lögreglan fundið 813 kannabisplöntur í mánuðinum. Það sem af er apríl hefur lögreglan jafnframt lagt hald á um 3 kíló af kannabislaufum og tæplega 400 grömm af marijúana í þessum sömu aðgerðum.