15 Desember 2010 12:00

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, í samvinnu við lögregluna á Suðurnesjum og tollgæsluna, rannsakar nú innflutning á 500 skömmtum af LSD sem voru haldlagðir af tollvörðum í síðustu viku. Nokkrar skýrslutökur hafa farið fram í þágu rannsóknarinnar en ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um gang hennar að svo stöddu.

LSD hefur lítið komið við sögu í málum hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu undanfarin ár. Í fyrra voru nánast engir skammtar af LSD haldlagðir á höfuðborgarsvæðinu en árið 2008 voru þeir um 360 og tæplega 700 árið 2007.