28 Ágúst 2007 12:00

Fimmtíu og níu ökumenn voru teknir fyrir hraðakstur í umdæmi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Brotin voru misgróf en sem dæmi má nefna að einn bíll mældist á 158 km hraða á Vesturlandsvegi, annar á 121 á Sæbraut og sá þriðji á 93 á Sævarhöfða.

Flestir ökumannanna voru stöðvaðir á Vesturlandsvegi en allmargir voru líka teknir á Suðurlandsvegi og Reykjanesbraut. Þá var lögreglan ennfremur við hraðamælingar á Hafnarfjarðarvegi, Fífuhvammsvegi, Gullinbrú og í Hamrahlíð svo fáeinir staðir séu nefndir.