4 September 2008 12:00

Sextíu kannabisplöntur voru haldlagðar á tveimur stöðum á höfuðborgarsvæðinu í gær. Fjörutíu þeirra fundust við húsleit í Kópavogi en hinar tuttugu í íbúð í Breiðholti. Karl um fertugt var handtekinn í  tengslum við síðarnefnda málið.

Fyrrnefndar aðgerðir eru liður í að hamla gegn sölu og dreifingu fíkniefna en við þær naut lögreglan á höfuðborgarsvæðinu liðsinnis lögreglumanna frá Norðurlandi.

Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.