27 Nóvember 2006 12:00

Sextíu og fimm umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar í Reykjavík um helgina. Flest voru þau minniháttar en í aðeins einu tilviki þurfti að flytja slasaðan með sjúkrabíl. Í átta tilfellum var um afstungur að ræða. Sjö voru teknir fyrir að aka gegn rauðu ljósi.

Allmargir voru stöðvaðir fyrir hraðakstur en tólf ökumenn óku á meira en 100 km hraða. Tólf voru teknir fyrir ölvunarakstur og þá stöðvaði lögreglan för tveggja ökumanna sem höfðu þegar verið sviptir ökuleyfi. Þá var einn ökumaður tekinn til viðbótar en sá hafði aldrei öðlast ökuréttindi.