2 Október 2007 12:00

Áttatíu og eitt umferðaróhapp var tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um helgina en þrjú þeirra má rekja til ölvunaraksturs. Flest óhöppin voru minniháttar en í nokkrum tilvikum þurfti þó að flytja fólk á slysadeild. Í ellefu tilfellum var um afstungu að ræða.

Tuttugu og sex umferðaróhöpp voru síðan tilkynnt til lögreglu í gær. Flest óhöppin urðu síðdegis á milli þrjú og hálfsex, eða ellefu. Umferð á álagstímum gekk yfirleitt vel en aðeins eitt óhapp voru tilkynnt í gærmorgun á milli hálfátta og níu. Þá er vitað um fimm umferðaróhöpp á tímabilinu frá sjö til níu í gærkvöld.