2 September 2019 16:14

Sunnudaginn 1. september hófst 9. þjóðarátak Á allra vörum, en um er að ræða stærsta forvarnarverkefni sem ráðist hefur verið í hér á landi. Í þetta skiptið nýtur „Eitt líf“ stuðningsins, en þar hefur verið unnið óhefðbundið forvarnarstarf í grunnskólum landsins, sem vakið hefur mikla athygli. Starfsemin hófst eftir lát ungs drengs, Einars Darra í maí 2018, og byggir á því að fræða börn og ungmenni, foreldra þeirra og kennara um þá hættu sem fylgir neyslu vímuefna og lyfseðilsskyldra lyfja. Þetta þarf ekki að vera svona! Þessi litla þjóð verður að VAKNA

Markmið Á allra vörum herferðarinnar 2019 er VEKJA þjóðina og tala tæpitungulaust um þessi mál og koma með tillögur að lausn við vandamálinu. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu átaksins.

Á allra vörum