16 Júní 2015 12:39

Í dag barst lögreglunni á Suðurlandi ábending frá vegfaranda um friðlandið í Flóa þess efnis að s.l. sunnudag, 14/6  á milli kl. 11:30 og 14:00 hafi ljósleitri þyrlu verið flogið oft og mjög lágt yfir friðlandið og lent þar í tvígang a.m.k.   Jafnframt hafi verið flogið lágt yfir æðarvarp sem er í eyju í Ölfusá, vestan friðlandsins.  Friðlýsing æðarvarps gildir frá og með 15. apríl til og með 14. júlí ár hvert.   Vegfarandinn taldi þetta flug vera til þess fallið að spilla varpi fugla á svæðinu.

Af þessu tilefni beinir lögreglan á Suðurlandi því til þeirra sem velja þennan ferðamáta að gæta að umhverfi sínu og valda ekki spjöllum eða óþarfa ónæði með athöfnum sínum.

Nánari upplýsingar um friðlandið má finna hér:  http://www.arborg.is/upplysingar/fuglafridland/