5 Nóvember 2020 09:47

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vinnur nú að því að koma munum, sem lagt var hald á við húsleit í Mosfellsbæ í gær, aftur í réttar hendur og er viðbúið að það taki nokkurn tíma. Jafnframt eru þeir sem hafa orðið fyrir innbroti/þjófnaði á umræddu svæði undanfarið,  OG HAFA EKKI ÁÐUR TILKYNNT ÞAÐ TIL LÖGREGLUNNAR, beðnir um að hafa samband með tölvupósti á netfangið stella.mjoll@lrh.is Í þeim pósti þurfa að koma fram upplýsingar um brotavettvang, tímasetningu og hverju var stolið. Fólk er beðið um að sýna biðlund á meðan unnið verður úr þessum upplýsingum.