6 Febrúar 2022 19:40

Öllum aðgerðum á Þingvallavatni í dag hefur verið hætt.   Búið er að finna og staðsetja líkamsleifar 4 einstaklinga á botni vatnsins á 37 metra dýpi eða neðar.  Undirbúið var að kafa eftir þeim en þar sem veður er að versna hratt var ákveðið að hætta aðgerðum enda ekki hægt að tryggja öryggi kafaranna við þær aðstæður sem eru núna.

Þegar er hafin skipulagning á björgunaraðgerðum og verður gengið í þær strax og veður leyfir.

Aðstandendur hafa verið upplýstir um þessa stöðu mála.  Þeir hafa beðið fyrir kærar kveðjur til björgunaraðila allra fyrir þeirra störf undanfarna daga og er þeim hér með komið til skila.   Jafnframt þakkar lögreglan á Suðurlandi öllum þeim sem hafa lagt hönd á plóginn fram að þessu enda þó stór og krefjandi verkefni sé framundan ennþá við úrlausn þessa máls.