19 Nóvember 2020 19:16

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af þremur mönnum í fjölbýlishúsi í Breiðholti nú síðdegis. Nokkur viðbúnaður var á vettvangi vegna málsins, en grunur var um að einn mannanna væri vopnaður. Svo reyndist hins vegar ekki vera. Enginn var handtekinn í þessum aðgerðum lögreglu.