29 Mars 2022 11:04
Það var sitthvað við að fást á helgarvaktinni, en fjórtán ökumenn voru teknir fyrir ölvunar- og/eða fíkniefnaakstur á höfuðborgarsvæðinu. Þá var tilkynnt um níu líkamsárásir, þar af tvær alvarlegar, og farið var í sex útköll vegna heimilisofbeldis. Sjö innbrot voru skráð hjá lögreglu um helgina, þrjú í geymslur, tvö í bíla, eitt í nýbyggingu og eitt í íbúð fjölbýlishúss.
Höfð voru afskipti af sextíu ökutækjum í umdæminu, sem lagt var ólöglega, en 10000 kr. sekt bíður umráðamanna þeirra. Loks má nefna að fjarlægð voru skráningarnúmer af tuttugu bílum, en þeir voru ýmist ótryggðir eða óskoðaðir.