6 Október 2020 10:57

Síðastliðna tvo daga hefur lögreglan staðið í ströngu við að ná til fjórtán gesta gistiskýlisins úti á Granda til að færa þá í sóttvarnarhúsið á Rauðarárstíg eftir að covid smit greindist í gistiskýlinu. Þó nokkrir sem voru boðaðir mættu ekki og létu sig hverfa. Tíu eru eru nú komnir í sóttvarnarhúsið, en fjórir hafa enn ekki skilað sér og er því unnið að því að ná til þeirra. Verkefnið er unnið í góðri samvinnu með Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.