31 Desember 2009 12:00

Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur tekið saman bráðabirgðatölur um fjölda helstu brota árið 2009. Hafa ber þann fyrirvara á þessum upplýsingum að tölur fyrir árið 2009 eiga enn eftir að hækka. Þessar upplýsingar gefa þó innsýn í það hvert stefnir.

Fram kemur að innbrotum fjölgaði um 30 prósent árið 2009 samanborið við fyrri ár en þó má sjá merki um fækkun brota seinni hluta árs. Miðað við þessar tölur voru að meðaltali framin tvö innbrot á heimili á dag og tvö í bíla.

Þá kemur fram að ríflega þrefalt meira magn maríhúana var tekið árið 2009 samanborið við árið á undan eða um 20 kg. Tvöfalt meira magn amfetamíns var tekið árið 2009 en árið 2008 eða 10 kg. Svipað magn kókaíns var tekið og árið á undan. Aftur á móti var tekið minna magn af hassi og  ecstacy.

Nánari upplýsingar má finna í meðfylgjandi skýrslu hér að neðan.