31 Desember 2015 13:20

Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur tekið saman bráðabirgðatölur um fjölda helstu brota árið 2015. Hafa ber þann fyrirvara á þessum upplýsingum að tölur fyrir árið 2015 eiga enn eftir að breytast. Þessar upplýsingar gefa þó innsýn í það hvert stefnir.

Samkvæmt bráðabirgðatölum LRH þá kemur árið ágætlega út hvað afbrot varðar þó vart verði aukningar auðgunarbrota miðað við fyrri ár. Þá fjölgar tilkynningum vegna líkamsárása milli ára en það skýrist einkum af breyttu verklagi lögreglu í heimilisofbeldismálum og fjölgun tilkynninga í kjölfarið. Flest hegningarlagabrot voru skráð á fyrsta degi ársins og síðan þann 23. ágúst og 1. maí, eða um og yfir 50 brot hvern þessarra daga. Lögregla og tollur lögðu hald á meira magn fíkniefna í ár en fyrri ár. Aukningin var mest í haldlagningu á amfetamíni og kókaíni.