30 Desember 2016 16:51

Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur tekið saman bráðabirgðatölur um fjölda helstu brota árið 2016. Hafa ber þann fyrirvara á þessum upplýsingum að tölur fyrir árið 2016 eiga enn eftir að breytast. Þessar upplýsingar gefa þó innsýn í það hvert stefnir.

Samkvæmt bráðabirgðatölum LRH þá kemur árið ágætlega út hvað afbrot varðar, en bæði hegningarlaga- og sérrefsilagabrotum fækkar frá árinu 2015 og sama gildir um umferðarlagabrot. Auðgunarbrot voru rúmlega helmingur allra skráðra hegningarlagabrota, en ástæða er til að nefna að innbrotum fækkaði um 22% árið 2016 frá árinu á undan, eða um 238 brot. Á sama tímabili fækkaði tilkynningum um kynferðisbrot um 9%, eða úr 276 í 252 tilkynningar árið 2016. Loks má nefna að tilkynnt var um álíka mörg ofbeldisbrot árið 2016 og árið 2015.

afbrot-a-hofudborgarsvaedinu-2016-bradabirgdatolur