31 Desember 2018 17:50

Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur tekið saman bráðabirgðatölur um fjölda helstu brota árið 2018. Hafa ber þann fyrirvara á þessum upplýsingum að tölur fyrir árið 2018 eiga enn eftir að breytast. Þessar upplýsingar gefa þó innsýn í það hvert stefnir.

Þegar árið 2018 er gert upp hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu má sjá að verkefnum hefur fjölgað verulega samanborið við fyrri ár. Þannig voru skráð nær 16 prósent fleiri mál árið 2018 en að meðaltali síðustu þrjú árin á undan, höfð voru afskipti af 26 prósent fleiri einstaklingum og sinnti lögregla nær 27 prósent fleiri viðfangsefnum.

Bæði hegningarlaga- og sérrefsilagabrotum fjölgaði um 5 prósent á milli áranna 2017 og 2018 og umferðarlagabrotum fjölgaði á sama tímabili um 15 prósent. Lesa má um þetta og ýmislegt fleira í fyrrnefndri samantekt lögreglunnar, sem er að finna hér að neðan.

Bráðabirgðatölur 2018