6 Maí 2005 12:00

Í samræmi við stefnumörkun lögreglustjóran í Hafnarfirði fyrir árið 2005 gefur lögregla nú upp helstu kennitölur fyrstu fjögurra mánuða þessa árs, bornar saman við sama tímabil áranna 2000 til 2004. Á tölunum má sjá þróun afbrota í þeim málaflokkum sem lögregla leggur áherslu á, en það eru innbrot, þjófnaðir, eignaspjöll, umferðaróhöpp og umferðarslys, sem og fíkniefnamál.

Á tímabilinu hefur innbrotum, þjófnuðum og umferðarslysum fækkað en eignaspjöllum og umferðaróhöppum hinsvegar fjölgað nokkuð. Fíkniefnamálum hefur og fjölgað í samræmi við áherslu lögreglu í þeim málaflokki.  Kennitölur þessar og skýringar með þeim má finna hér.

Vakin er athygli því að um bráðabirgðatölur er að ræða sem taka aðeins til fyrstu fjögurra mánaða ársins. Frekari upplýsingar um stefnumörkun lögreglustjórans í Hafnarfirði og afbrotatölfræði áranna 2000 til 2004 má finna hér.