18 Ágúst 2015 11:02

Afbrotatölfræði lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fyrir júlímánuð 2015 hefur verið birt. Í skýrslunni eru teknar saman upplýsingar um helstu afbrot sem hafa verið tilkynnt til lögreglu. Fjallað er um þróunina á síðustu 13 mánuðum og tölur það sem af er ári bornar saman við sama tímabil síðustu þriggja ára.  

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust 752 tilkynningar um hegningarlagabrot í júlí. Tilkynningum fækkaði lítillega á milli mánaða, en voru þó fleiri miðað við meðaltal síðustu 12 mánaða. Ofbeldisbrotum fækkaði nokkuð á milli mánaða og var fjöldi þeirra svipaður meðaltali síðustu 12 mánaða. Eins fækkaði fíkniefnabrotum töluvert, en ekki hafa komið upp eins fá fíkniefnamál á mánuði síðan í desember árið 2013. Tilkynningum um kynferðisbrot fjölgaði nokkuð á milli mánaða. Tilkynnt var um 19 brot í júlí en 10 brot í júní síðastliðnum. Það sem af er ári hefur tilkynningum um kynferðisbrot hins vegar fækkað um 23% samanborið við sama tímabil síðustu þriggja ára.

 

 
: