2 Mars 2017 15:30

Grænlenskur karlmaður á þrítugsaldri var í dag í héraðsdómi Reykjaness úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til fjögurra vikna á grundvelli almannahagsmuna í þágu rannsóknar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á dauða Birnu Brjánsdóttur. Maðurinn var handtekinn um borð í fiskiskipinu Polar Nanoq 18. janúar og úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald daginn eftir, sem nú hefur verið framlengt þriðja sinni.