23 Júní 2017 16:30
Tveir menn voru í dag í héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna til fjögurra vikna, eða 21. júlí, að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Mennirnir eru grunaðir um aðild að aðför að manni sem leiddi til dauða hans 7. júní, líkt og fram hefur komið. Fjórir til viðbótar voru handteknir í þágu rannsóknarinnar og úrskurðaðir í gæsluvarðhald, en hinum sömu hefur öllum verið sleppt úr haldi lögreglu.